Framsýn hefur látið gera nokkrar lagfæringar á bústað félagsins í Dranghólaskógi í Öxarfirði. Undanfarna daga hafa iðnaðarmenn unnið að því að laga bústaðinn. Búið er að mála hann að utan og laga aðgengi að honum. Auk þess er búið að setja upp rólu fyrir ungu kynslóðina. Það voru verktakarnir Guðmundur Halldórsson málarameistari og Garðvík sem sáu um framkvæmdirnar. Bústaðurinn fór svo í leigu í gær og verður í leigu fram á haust þar sem mikil ásókn er í bústaðinn enda á mjög fallegum og góðveðrasömum stað.
Formaður Framsýnar prófar nýju róluna í gær áður en bústaðurinn fór í útleigu síðar um daginn.