Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fyrir hönd Framsýnar og annarra aðildarfélaga sambandsins hefur gengið frá kjarasamningi við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs. Samninganefndin er mjög sátt með að hafa náð að tryggja fólki þær launahækkanir sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum.

Vert er að vekja athygli á því að samningurinn er tveimur mánuðum lengri en kjarasamningur Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins sem nýlega var gengið frá en hann rennur út þann 31. mars 2014.

Launahækkanirnar árið 2012 og 2013 koma mánuði síðar en í samningi SGS við SA en á móti kemur að í lok samningstímans fá félagsmenn með aðild að þessum kjarasamningi 38 þúsund króna eingreiðslu. Hægt er að nálgast samninginn inn á heimasíðu Starfgreinasambandsins www.sgs.is Kjarasamningurinn nær til félagsmanna Framsýnar er starfa m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Vegagerðinni, Skógræktinni á Vöglum og við ræstingar hjá ríkisstofnunum. Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar fá kjörgögn í hendur en sameiginleg atkvæðagreiðsla verður meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um samninginn. Hægt er að fá samninginn á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á