Það lifnar yfir öllu um leið og veðrið lagast eftir hálf leiðinlega tíð. Börn úr Leikskólanum Grænuvöllum notuðu góða veðrið í gær og fóru í heimsókn í fjárhús hjá frístundabónda á Húsavík. Þar skoðuðu þau hænur, ær og lömb auk þess að borða nestið sitt. Þau höfðu mjög gaman af ferðinni og kvöddu með bros á vör eftir velheppnaða skoðunarferð. Sjá myndir: