Fulltrúar Framsýnar hafa undanfarið setið á samningafundum við sínum viðsemjendum. Varaformaður félagsins, Kristbjörg Sigurðardóttir, hefur síðustu daga tekið þátt í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem átt hefur í viðræðum við ríkið en Framsýn er aðili að samningnum. Hugsanlega verður skrifað undir kjarasamning í kvöld. Þá var formaður Framsýnar á fundi í gær með fulltrúum Landssambands smábátaeigenda um endurskoðun á kjarasamningi aðila. Næsti fundur hefur verið boðaður næsta mánudag. Þá er reiknað með að fundur með Bændasamtökum Íslands um kjör landbúnaðarverkamanna verði einnig haldinn eftir helgina. Nánar verður fjallað um það síðar.