Krefjast fundar strax vegna starfslokasamnings framkvæmdastjóra SGS

Nokkrir fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar hafa krafist þess að boðað verði til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins til að fara yfir ákvörðun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands um að greiða framkvæmdastjóra sambandsins 6 mánaða laun á uppsagnarfresti þrátt fyrir að Deloitte hafi gert alvarlegar athugsemdir við ýmislegt í bókhaldi sambandsins er varðar ákveðna kostnaðarliði. Ljóst er að starfslokasamningurinn mun kosta sambandið nokkrar milljónir. Mikil reiði er meðal fólks með óskiljanlega ákvörðun framkvæmdastjórnar SGS sem samþykkt var með naumum meirihluta á fundi sambandsins síðasta fimmtudag. Í dag var svo ákveðið að boða stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar saman til fundar miðvikudaginn 1. júní kl. 17:00.

Deila á