Þingiðn stóð fyrir kynningarfundi nú í vikunni um nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar var gestur fundarins. Að fundi loknum hófst atkvæðagreiðsla um samninginn og stendur hún enn yfir á skrifstofu félagsins að Garðarsbraut 26.
Félagsmenn í Þingiðnar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér efni samningsins hér á heimasíðunni og að mæta á skrifstofuna til að kjósa.
Góð mæting var á fundinn og urðu miklar umræður um efni samningsins.
Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar greiddi atkvæði um samninginn á fundinum