Nýgerður kjarasamningur til umræðu á vinnustöðum

Fulltrúar Framsýnar hafa farið víða um héraðið og gert félagsmönnum grein fyrir helstu atriðum í nýgerðum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og  Framsýnar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í dag og í gær. Rétt er svo að minna á félagsfund á morgun kl. 20:00 í fundarsal félagsins á Húsavík. Einnig hefur verið boðað til félagsfunda í Reykjadal og í Mývatnssveit í þessari viku.

Fulltrúi Framsýnar gerir starfsmönnum Laugafisks hf. grein fyrir helstu atriðum samningsins.

Silfurstjarnan hf. er með öfluga starfsemi í Öxarfirði. Hér fá þeir kynningu í morgun á kjarasamningnum.

Eftir kyninguna á kjarasamningnum var starfsmönnum gefin kostur á greiða atkvæði um hann. Hér eru starfsmenn Rífós að greiða atkvæði í dag.

Starfsmenn Fjallalambs hlýða á formann Framsýnar gera grein fyrir kjarasamningnum í morgun.

Boðið var upp á „kosningakaffi“ hjá GPG í dag eftir kynninguna og atkvæðagreiðsluna um samninginn.

Í kvöld var svo kynning fyrir erlenda starfsmenn á Húsavík sem voru áhugasamir um samninginn enda færir hann fiskvinnslufólki nokkrar hækkanir umfram aðra verkamenn.

Deila á