Nýr kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn

Þingiðn fundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning. Samningurinn við Samtök atvinnulífsins er til þriggja ára.  Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift. 

New Collective Agreement ENGLISH VERSION – click here

Almennar launahækkanir

1.júní 2011 – 4,25%
1.febrúar 2012 – 3,5%
1.febrúar 2012 – 3,25%

Aðrir kjaratengdir liðir taka sömu breytingum hlutfallslega á sömu dagsetningum, nema um annað hafi samist.

Eingreiðsla

Eingreiðsla í júní kr. 50.000 fyrir starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars-maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl og verða í starfi til 5. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í apríl og maí..

Kauptaxtar

Mánaðarlaun kauptaxta hækka um kr. 12.000 árið 2011, kr. 11.000 árið 2012 og kr. 11.000 árið 2013.

Launatafla 1 – Gildir frá 1.júní 2011    
Iðnaðarmenn með sveinspróf eða sambærilega menntun
  Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl.
Byrjunarlaun 247.555 1428 2571 3404
Eftir 1 ár í starfsgr. 254.366 1468 2642 3498
Eftir 3 ár í starfsgr. 259.704 1498 2697 3571
Eftir 5 ár í starfsgr. 265.202 1530 2754 3647
Eftir 7 ár í starfsgr. 270.771 1562 2812 3723
         
Iðnaðarmenn með a.m.k. 5 ára sveinspróf og meistararéttindi eða með tvöfalt sveinspróf sem bæði nýtast í starfinu
  Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl.
Laun 283.000 1633 2939 3891
         
Iðnaðarmenn sem ekki falla undir          launatöflu 1  
  Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl.
Byrjunarlaun 224.000 1292 2326 3080
Eftir 1 ár 230.129 1328 2390 3164
         
Sérhæfðir aðstoðarmenn í iðnaðarstörfum með mikla faglega reynslu í iðngreininni
  Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl.
Byrjunarlaun 183.618 1059 1907 2525
Eftir 1 ár í starfsgr. 184.754 1066 1919 2540
Eftir 3 ár í starfsgr. 187.027 1079 1942 2572
Eftir 5 ár í starfsgr. 189.299 1092 1966 2603

 

Starfsþjálfunarnemar      
  Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl.
Eftir 12 vikur 163.532 943  1698  2249 
Næstu 12 vikur 174.872 1009  1816  2404
Eftir 24 vikur 186.215 1074 1934  2560


Desemberuppbót

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:

2011: 
Á árinu 2011 kr. 48.800. 
Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á desemberuppbót, kr. 15.000, nema að ASÍ hafi ákveðið að samningarnir gildi til loka janúar 2012.

2012: 
Á árinu 2012 kr. 50.500.

2013: 
Á árinu 2013 kr. 52.100.

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

2011: 
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2011 verði orlofsuppbót kr. 26.900. 
Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót, kr. 10.000, nema að ASÍ hafi ákveðið að samningarnir gildi til loka janúar 2012.

2012: 
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2012 verði orlofsuppbót kr. 27.800.

2013: 
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2013 verði orlofsuppbót kr. 28.700.

Endurskoðunarákvæði (Rauð strik)

Í samningnum eru endurskoðunarákvæði í júní 2011, janúar 2012 og janúar 2013 þar sem forsendur samningsins eru metnar.

Gerviverktaka

Það er brot á kjarasamningi að gera verktakasamninga í stað ráðningasamninga við starfsmenn nema í þeim tilfellum að um sannanlega verktöku sé að ræða.

Lífeyrismál

Yfirlýsing samningsaðila um að lífeyrissjóðsiðgjöld munu hækka úr 12% í 15,5% á árunum 2014 til 2020.  Einnig fylgir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að unnið verði að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins sem gæti falist í inngreiðslu ríkisins til jöfnunar á milli kerfa á næstu tíu til fimmtán árum.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Að auki fylgir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrirheit um átak gegn svartri atvinnustarfsemi, hæfnisskilyrði forsvarsmanna fyrirtækja (kennitöluflakk), bæting á réttarstöðu starfsfólks við gjaldþrot og sölu þeirra til nýrra eigenda en við það haldi starfsmenn áunnum réttindum s.s. orlofi og veikindarétti.  Samkomulag er um að taka lögin um opinber innkaup til endurskoðunar þar sem við mat á tilboðsgjöfum skal metið hvort starfsmenn séu í föstu ráðningarsambandi eða gerviverktakar.  Kveðið er á um í yfirlýsingunni að auka fjárfestingar í landinu um 150 milljarða á ári.  Þær framkvæmdir á vegum hins opinbera sem taldar eru upp í yfirlýsingunni eru upp á 13 milljarða til ársloka 2012.  Í yfirlýsingunni er kveðið á um menntamál og vinnumarkaðsúrræði þar sem sett eru fram markmið um lækkun hlutfalls þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun úr 30% í 10% árið 2020.  Framhaldsskólunum verður í því sambandi gert kleift að taka inn haustið 2011 þá umsækjendur sem eru yngri en 25 ára og uppfylla skilyrði.  Gert er ráð fyrir að átakið kosti 500 milljónir á ársgrundvelli.

Deila á