Áríðandi félagsfundir á vegum Framsýnar

Framsýn boðar hér með til félagsfunda um kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Farið verður yfir nýgerðan  kjarasamning og gert grein fyrir atkvæðagreiðslu um hann. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 17. maí og stendur yfir til kl. 17:00 fimmtudaginn 26. maí 2011. Hægt verður að kjósa á fundunum og þá verður opinn kjörstaður á Skrifstofu stéttarfélaganna þar sem félagsmenn geta kosið. Félagsmenn sem búa utan Húsavíkur og komast ekki á félagsfundina sem boðað verður til  geta fengið kjörgögn í pósti, óski þér þess. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband ef eitthvað er óljóst við kynninguna eða atkvæðagreiðsluna.

Fundarstaðir:

Raufarhöfn:       Miðvikudaginn 18. maí. Fundarstaður, kaffistofa GPG-Fiskverkun. Fundartími kl. 15:00.

Kópasker:           Miðvikudaginn 18. maí. Fundarstaður, kaffistofa Fjallalambs hf. Fundartími kl. 13:00.

Öxarfjörður:      Miðvikudaginn 18. maí. Fundarstaður, kaffistofa Silfurstjörnunnar hf. Fundartími kl. 11:30.

Kelduhverfi:      Miðvikudaginn 18. maí. Fundarstaður, kaffistofa Rifós hf. Fundartími kl. 09:30.

 Húsavík:             Fimmtudaginn 19. maí. Fundarstaður, félagsaðstaða Framsýnar. Fundartími kl. 20:00. Boðað verður til sérstaks fundar með erlendu vinnuafli á Húsavík í næstu viku. Fundartími verður ákveðin síðar.

Mývatnssveit:  Fimmtudaginn 19. maí. Fundarstaður,  Sel-hótel Mývatn. Fundartími kl. 17:00.

Reykjadalur:      Föstudaginn  20. maí. Fundarstaður, Félagsheimilið Breiðumýri. Fundartími kl. 20:00. Einnig verður fundað í Laugafiski hf. þriðjudaginn 17. maí kl. 10:00.

Allir félagsmenn Framsýnar eru velkomnir á fundina. Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn nær ekki til félagsmanna er starfa við sjómennsku eða hjá sveitarfélögum og  ríkinu. Vilji vinnustaðir fá sérstaka kynningu á samningnum eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

 Framsýn- stéttarfélag

Deila á