Unnur kveður stjórn og trúnaðarmannaráð

Unnur Guðjónsdóttir hefur lengi komið að störfum fyrir stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Í dag er hún í trúnaðarmannaráði Framsýnar auk þess að sitja í stjórn Alþýðusambands Norðurlands. Unnur er nú að hefja störf hjá Sýslumanninum á Húsavík, þar mun hún starfa eftir kjarasamningi SFR. Hún hefur því látið af störfum fyrir Framsýn og Alþýðusamband Norðurlands. Félagar hennar í Framsýn þökkuðu Unni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins um leið og þeir gáfu henni veglegan blómvönd frá félaginu í kveðjugjöf.

Snæbjörn kveður Unni fyrir hönd Framsýnar á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins á miðvikudaginn.

Deila á