Ársfundur Stapa fór fram í gær

Stapi, lífeyrissjóður boðaði til ársfundar í gær í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Um 80 fulltrúar frá atvinnurekendum og launþegum á starfssvæði sjóðsins tóku þátt í fundinum. Fundurinn fór vel fram þrátt fyrir skiptar skoðanir um lífeyrissjóðsmál. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins inn á hans heimasíðu www.stapi.is. Framsýn og Þingiðn áttu 11 fulltrúa á fundinum. Fyrir fundinn komu fulltrúar Framsýnar saman til vinnufundar til að fara yfir helstu málefni fundarins. Tillögum hópsins var síðan komið á framfæri við fundinn í gær. Ein tillaga Framsýnar náði ekki í gegn sem er umhugsunarefni. 

Tillagan er svohljóðandi:

 Tillaga til ályktunar
á ársfundi Stapa – lífeyrissjóðs 2011

 „Ársfundur Stapa – lífeyrissjóðs, haldinn í Mývatnssveit 12. maí 2011, samþykkir að beina því til stjórnar sjóðsins að undirbúa og leggja fram á næsta ársfundi tillögur um  breytingar á samþykktum sjóðsins, sem innifeli áskilnað um að stjórnarmenn Stapa séu virkir sjóðsfélagar (virkir greiðendur eða lífeyrisþegar) og hámarkstími stjórnarsetu verði 8 ár (margir sjóðir hafa þegar tekið upp þessa reglu). „ 

Það er mjög athyglisvert að ársfundurinn skyldi ekki samþykkja að fela stjórn sjóðsins að móta reglur varðandi þessi tvö atriði, það er hámarkstíma stjórnarsetu og að það verði áskilið að stjórnarmenn Stapa séu virkir sjóðfélagar. Margir lífeyrissjóðir hafa t.d. reglur um hámarkstíma stjórnarsetu en meirihluti fundarmanna á ársfundinum taldi ekki ástæðu til að viðhafa slíka reglu hjá Stapa.

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar á fundinum  en um 80 fulltrúar frá stéttarfélögum og atvinnurekendum á starfssvæði Stapa tóku þátt í fundinum í gær.

Agnes, Sævar og Aðalsteinn fara yfir málin á fundinum í gær en þau hafa öll sterkar skoðanir á starfsemi lífeyrissjóða.

Deila á