Síðasta fimmtudag undirritaði Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samtök atvinnulífsins undir kjarasamning. Framsýn er aðili að samningnum þar sem LÍV var með samningsumboð félagsins varðandi verslunar- og skrifstofufólk. Snæbjörn Sigurðarson formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar tók þátt í viðræðunum fh. félagsins en hann var í aðalsamninganefnd LÍV. Framsýn reiknar með að halda kynningarfund um samninginn á næstu dögum. Þá mun einnig hefjast atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn. Afgreiðsla samningsins verður nánar auglýst síðar í þessari viku, reyndar hugsanlega í dag.