Framsýn, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Verkalýðsfélag Akraness undirbúa sig nú undir viðræður á morgun við Samtök atvinnulífsins. Félögin hafa átt í viðræðum við samtökin undanfarnar vikur án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Nú hefur verið ákveðið að næsti samningafundur verði á morgun kl. 10:00 í Karphúsinu en félögin þrjú hafa ekki tekið þátt í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og annarra aðildarfélaga ASÍ sem væntanlega munu ganga frá samningum í kvöld. Reyndar hafa félögin í dag beðið eftir umbeðnum gögnum frá SA sem vonandi skila sér á eftir.