Þann 1.maí bauð Verkalýðsfélag Þórshafnar öllum bæjarbúum í íþróttahúsið í sund og sali. Einnig var boðið í glæsilegt kaffihlaðborð í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Veitingastaðurinn Eyrin sá um kaffið. Mæting var með besta móti. Félagið þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í íþróttahúsið á Þórshöfn fyrir komuna.
Fjölmargir komu í kaffi á Þórshöfn þegar 1. maí var fagnað á Þórshöfn.