Takk fyrir frábæran dag!!!

Forsvarsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna vilja þakka Þingeyingum fyrir frábæra þátttöku í hátíðarhöldunum í gær á Húsavík. Yfir þúsund gestir komu í höllina og hlýddu á magnaða tónlistardagskrá auk þess sem Gísli Einarsson skemmti gestum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og formaður Framsýnar þrumaði yfir hátíðargestunum.

 Kærar kveðjur fá einnig allir skemmtikraftarnir sem komu fram auk stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar sem sá um að þjónusta gestina auk þess að sjá um allan undirbúning og frágang eftir hátíðina. Þá klikkaði ekki tertan frá Heimabakaríi á Húsavík, enda miklir fagmenn þar á ferð. Sem sagt, takk fyrir frábæra helgi.  

Það fór vel um gesti hátíðarhaldana í gær þrátt fyrir að gestirnir væru yfir eittþúsund.

Deila á