Í lok síðasta árs varð þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum 10 ára. Í tilefni af því samþykkti aðalfundur félagsins að standa fyrir afmælisferð fyrir félagsmenn austur á Reyðarfjörð laugardaginn 4. júní. Þar stendur til að skoða álverið á staðnum sem er í eigu Alcoa. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 08:00 um morguninn og komið heim um kvöldið. Skráning í ferðina stendur yfir á Skrifstofu stéttarfélaganna til 16. maí. Þingiðnarmenn eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins þurfi þeir á frekari upplýsingum að halda.