Það var kátt í höllinni í dag þegar Stjörnulið Kúta sigraði Karlaklúbbinn SÓFÍU í spennandi fyrrihálfleik. Seinni hálfleikurinn varð nefnilega ekkert spennandi þar sem Stjörnuliðið rúllaði yfir SÓFÍU í þeim hluta leiksins. Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að stórsigri stjörnuliðsins. Af virðingu við SÓFÍU verður ekki getið um úrslitin.
Stjörnuliðið, talið frá vinstri eða hægri: Lindi, Kúti, Gabbi, Olli og Jói. Í neðra eru, Jónas, Róbert, Bjarni, Ágúst og Freyr Sverrisson, Sverris Hákonar sem er bróðir Guðmundar Hákonar á Torginu. Ættfræði hvað.
Þeir spiluðu síðast samana á Torgaravellinum fyrir 30 árum. Freyr og Kúti voru ánægðir með daginn. Freyr er þjálfari hjá Haukum í Hafnarfriði í dag auk þess að þjálfa hjá KSÍ. Tveir frábærir knattspyrnumenn, Jónas Hallgríms og Freyr Sverris.
Ágúst átti stjörnuleik í dag eins og allt stjörnuliðið sem gjörsigraði SÓFÍU.