Halda viðræðum áfram eftir helgi

Lítill árangur varð á sáttafundi Framsýnar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins sem er nýlokið. Viðræðunum hefur þó ekki verið slitið og eru deiluaðilar boðaðir til fundar eftir helgina.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að samninganefnd félagsins hafi á fundinum í dag lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð SA, sem hafi fyrir páska lofað að skila gögnum og svörum við tillögum félagsins á þessum fundi en við það hafi ekki verið staðið nema að hluta til.

„Ég minnist þess ekki á mínum ferli [í verkalýðsbaráttunni] frá 1980 að hafa upplifað eins slæleg vinnubrögð hjá Samtökum atvinnulífsins og núna. Sáttasemjari krafðist þess að þeir létu okkur hafa þessi gögn á morgun eða í síðasta lagi á mánudaginn, þannig að við munum halda áfram viðræðum eftir helgina. Okkur var skapi næst að lýsa yfir árangurslausum fundi og fara að boða til aðgerða en við ætlum að hinkra fram yfir helgina,“ segir hann.
Heimild: www.mbl.is
Ljósmynd: mbl.is/Árni Sæberg

Deila á