Glæsileg afmælisveisla framundan

Þegar er ljóst að afmælishátíð Framsýnar í Íþróttahöllinni 1. maí verður glæsileg og fjölmargir listamenn munu koma þar fram. Hátíðin hefst kl. 14:00.  Forseti Íslands ávarpar samkomuna, Kirkjukór Húsavíkur og hljómsveitin SOS flytja nokkur þekkt dægurlög. Karlakórinn Hreimur kemur einnig fram ásamt Hundi í óskilum, Heru Björk Þórhallsdóttur og grínaranum Gísla Einarssyni. Sigurður Hallmarsson verður með nikkuna á staðnum auk þess sem formaður Framsýnar segir nokkur orð í tilefni dagsins. Eins og lesa má er þetta bara frábær dagskrá. Hún verður betur auglýst á morgun.

Deila á