Gamlir togarajaxlar væntanlegir til Húsavíkur í sumar

Gamlar hetjur hafsins hafa boðað til hátíðar í sumar. Um er að ræða hátíð togarajaxla og maka þeirra. Hátíðin fer fram á Akureyri og Húsavík 15. – 16. júlí 2011. Föstudaginn 15. júlí munu aldnar hetjur hafsins hittast yfir mat og drykk í Sjallanum. Síðan verður farið í ferð til Húsavíkur á laugardeginum þar sem gömlu hetjurnar ráðgera að skoða skip og skútur á hátíðinni Sail Húsavík sem er norræn strandmenningarhátíð. Áætlað er að um 150 gamlir togarajaxlar taki þátt í gleðskapnum og leggi leið sína til Húsavíkur.

Húsvíkingar gerðu á sínum tíma út síðutogara er bar nafnið Norðlendingur. Útgerð hans stóð yfir frá 1955 til ársins 1960. Þrír kaupstaðir á Norðurlandi sameinuðst um að kaupa skipið til að efla atvinnu í byggðalögunum. Það voru sveitarfélögin, Húsavík, Ólafsfjörður og Sauðárkrókur.

Deila á