Þann 14. apríl 1911 stofnuðu verkamenn á Húsavík með sér félag, Verkamannafélag Húsavíkur. Í dag eru því liðin 100 ár frá stofnun félagsins sem eftir nokkrar sameiningar við önnur stéttarfélög í Þingeyjarsýslum ber nafnið Framsýn- stéttarfélag. Dagurinn í dag er því stór merkilegur í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum. Þessum tímamótum verður minnst sérstaklega með afmælisblaði sem kemur út í maí auk afmælishátíðar í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Búið er að flagga við Skrifstofur stéttarfélaganna og gestum sem leið eiga á skrifstofuna í dag verður boðið upp á tertu. Verkafólk í Þingeyjarsýslum til hamingju með daginn.
Þau héldu lengi utan um starfsemi Verkalýðsfélags Húsavíkur, Kristján Benediktsson, Helgi Bjarnason, Helga Gunnarsdóttir og Kristján Ásgeirsson. Með þeim er Kristján Mikk starfsmaður félagsins á þeim tíma.
Á sínum tíma var öflugt starf á vegum Verkamannafélags Húsavíkur, síðar Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags. Hér eru sjómenn innan Verkalýðsfélags Húsavíkur að fara yfir sín mál fyrir nokkrum áratugum síðan.