Hópur fólks hefur komið við og fengið sér kaffi

Eins og við sögðum frá í morgun, þá er stór dagur í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum í dag enda 100 ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Því var viðskiptavinum skrifstofunnar boðið upp á kaffi og afmælistertu í dag. Sjá myndir.

Nína starfsmaður stéttarfélaganna fær sér kaffi og tertu með Sólrúnu og Hlífari Karlssyni.

Eiður Gunnlaugsson er hér á tali við formann Framsýnar um allt milli himins og jarðar.

Hilmar Valur var að sjálfsögðu á staðnum. Spurning hvort hann hafi verið á gestalistanum!!

Sveinn Aðalsteinsson starfsmaður Völsungs rann á lyktina og fékk sér kaffi og meðlæti með Gústa.

Deila á