Hópur barna úr Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík heimsóttu spádómssvínið Boggu í morgun. Auk þess skoðuðu þau hænur og kindur í leiðinni. Eftir velheppnaða heimsókn í vorblíðunni tóku þau lagið og sungu um hænur, kindur, svín og önnur dýr.
Börnin ljómuðu þegar þau skoðuðu Boggu.
Það skemmtilegasta sem Bogga gerir er að borða. Hér er Fanney og börnin á leikskólanum að gefa henni að borða í morgun.
Sigrún Egla var afar ánægð með heimsóknina í morgun. Elín Pálsdóttir var líka ánægð.Í kveðjuskini var sungið fyrir húsráðandann á Skógargerðismelnum.
Takk fyrir okkur.