Lokun á Raufarhöfn frestað

Framsýn gerði nýlega athugasemdir við lokum á útibúi Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis á Raufarhöfn. Félagið gerði einnig athugasemdir við ákvörðun Íslandspósts um að draga úr þjónustu á staðnum. Framsýn hefur borist svar frá báðum þessum aðilum þar sem fram kemur að Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að gera ákveðnar breytingar á póstdreifingu á svæðinu sem þeir ætla að fylgja eftir.

Stjórn Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis hefur hins vegar ákveðið að seinka lokun útibúsins um tvo mánuði, þannig kemur lokunin til framkvæmda 30. júní 2011 í stað 1. maí n.k. Framsýn hafði vænst þess að Sparisjóðurinn héldi áfram starfsemi á Raufarhöfn en samkvæmt bréfinu er aðeins um tímabundna seinkun að ræða í tvo mánuði sem eru vonbrigði fyrir heimamenn.

Deila á