Um 900 við störf á Hveravöllum

Það iðaði allt af lífi hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga þegar fulltrúi Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn á fimmtudaginn.    Um 14 ársstörf eru hjá fyrirtækinu en athygli vakti fjöldi býflugna sem var við störf í gróðurhúsunum. Þær gegna mikilvægu hlutverki í lífríkinu og að sögn Páls Ólafssonar framkvæmdastjóra eru býflugurnar um níuhundruð.  Á síðasta ári framleiddi Garðræktarfélagið um 370 tonn af grænmeti, mest tómötum en fyrirtækið er eitt það stærsta á Íslandi.  

Gleðin er við völd í gróðurhúsunum á Hveravöllum.

Stefán sem er hörku starfsmaður er hér við störf í einu af gróðurhúsunum þar sem kuldanum er ekki fyrir að fara.

Að sjálfsögðu þarf að ganga frá gróðurmoldinni fyrir sumarið.

Deila á