Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur því miður verið bágborið en þó töluvert betra en á árinu 2009. Þá fengu félagsmenn greiddar kr. 176.741.379,- í atvinnuleysisbætur. En á síðasta ári voru greiðslurnar samtals kr. 157.801.508,- sem er lækkun um 19 milljónir milli ára sem er jákvætt.
Upplýsingar um atvinnuleysi meðal félagsmanna í Framsýn 2009 og 2010 | ||||||||
Breytingar á milli ára: | 2009 | 2010 | Breyting | breyting í % | ||||
Fjöldi einstaklinga | 351 | 290 | -61 | -17,38% | ||||
Meðalfjöldi atvl.daga | 74,23 | 80,22 | 5,99 | 8,06% | ||||
Grunnbætur | 143.724.896 | 128.323.121 | -15.401.775 | -10,72% | ||||
Tekjutengdar bætur | 14.085.040 | 12.575.666 | -1.509.374 | -10,72% | ||||
Barnadagp. | 5.174.096,26 | 4.619.632,35 | -554.464 | -10,72% | ||||
V. Gjaldþrota | 718.624 | 641.616 | -77.009 | -10,72% | ||||
Mótframlag | 13.038.723 | 11.641.474 | -1.397.249 | -10,72% | ||||
Samtals: | 176.741.379 | 157.801.508 | -18.939.871 | -10,72% | ||||
Byggt á upplýsingum frá Vinnumálastofnun 30/3/2011 | ||||||||
Í vetur hafa að meðaltali verið um 170 manns án atvinnu á félagssvæðinu. Um helmingur þeirra hefur verið á Húsavík. Ekki er að sjá að breyting verði á til batnaðar þrátt fyrir endalaus loforð stjórnmálamanna um að allt sé að fara gerast á okkar svæði sbr. yfirlýsingu iðnaðarráðherra nýverið.
Hins vegar megum við aldrei gefast upp þar sem Þingeyjarsýslur eru fullar af tækifærum í ýmsum greinum sem við eigum að nýta okkur. Ef það á hins vegar að vera hægt að nýta tækifærin verða stjórnvöld á hverjum tíma að vinna með heimamönnum í stað þess að setja endalaust stein í götu þeirra. Það var t.d. ömurleg atlagan sem gerð var að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í vetur. Svo ekki sé talað um breytingar sem boðaðar hafa verið hjá Íslandspósti og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis á Raufarhöfn. Þá hafa verið boðaðar breytingar á rekstri Framhaldsskólans á Húsavík og hjá Sýslumannsembættinu. Þá ályktuðu lögreglumenn í Þingeyjarsýslum um niðurskurð á framlögum til löggæslu á svæðinu sem þegar hefur verið skorin verulega niður. Allar þessar aðgerðir þýða samdrátt og uppsagnir á fólki, því miður.