Framsýn leggur mikið upp úr starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2010 fengu 304 félagsmenn greiddar 6.733.899,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Þetta er þó nokkuð hærri upphæð en árið á undan þegar 249 félagsmenn fengu greiddar kr. 5.995.840,- í námsstyrki. Af þessum 304 félagsmönnum sem fengu styrki voru konur 192 og karlar 112.
Þar af fengu 126 einstaklingar greidda styrki úr Landsmennt, samtals greiðsla kr. 3.161.553,-. Alls fengu 13 félagsmenn styrki úr Sjómennt kr. 716.687,-. Úr Ríkismennt fengu 14 félagsmenn styrki kr. 333.021,-. Úr fræðslusjóði verslunarmanna fengu 32 félagsmenn styrki að upphæð kr. 823.403,-. Að endingu fengu 55 félagsmenn styrki úr Sveitamennt kr. 1.130.714,-. Til viðbótar má geta þess að 9 félagsmenn fengu sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 190.659,- og getið er um í ársreikningum félagsins.
Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga.