Á árinu 2010 nutu 700 félagsmenn Framsýnar bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 663 árið 2009. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 19.411.915,-. Sambærileg tala fyrir árið 2009 er kr. 15.809.507,-. Samkvæmt þessum tölum varð töluverð hækkun á útgjöldum sjóðsins milli ára eða um 23%.
Það sem af er þessu ári er einnig mikið útstreymi úr sjóðnum. Þá er rétt að geta þess að sjúkradagpeningar til félagsmanna vegna veikinda vega þyngst í útgjöldum sjóðsins eða kr. 9.980.049,-.