Töluvert margir höfðu samband við starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi innihald þeirra kjarasamninga sem að sögn heimasíðunnar var gengið frá þá um nóttina. Þarf kannski ekki að koma á óvart enda síða stéttarfélaganna ábyrg heimasíða og því reikna menn ekki með öðru en að allt sé rétt þar sem þar stendur. En við verðum að viðurkenna að við vorum að gera smá grín í okkar lesendum enda 1. apríl. Það rétta er að kjaraviðræður standa nú yfir og nokkrar vonir eru bundnar við að viðræður klárist í þessari viku enda löngu komin tími til.