Fagna ályktun Framsýnar

Lögreglumennirnir og heiðursmennirnir Sigurður Brynjólfsson og Skarphéðinn Aðalsteinsson komu í morgun við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að taka við ályktun aðalfundar Framsýnar um löggæslumál í héraðinu. Þeir voru afar ánægðir með hana og þökkuðu vel fyrir stuðninginn.

 

 

Ályktun
um löggæslu í Þingeyjarsýslum

Aðalfundur Framsýnar- stéttarfélags tekur heilshugar undir áhyggjur Lögreglufélags Þingeyinga varðandi frekari niðurskurð til löggæslumála í héraðinu sem er eitt hið víðfeðmasta á Íslandi.

Á undanförnum árum hefur linnulaust verið skorið niður fjármagn til löggæslumála í Þingeyjarsýslum með tilheyrandi óöryggi fyrir íbúa og ferðafólk á svæðinu auk þess sem starfsumhverfi lögregluþjóna sem sinna löggæslustörfum er þeim ekki lengur bjóðandi.

Framsýn skorar á ráðamenn þjóðarinnar að auka þegar í stað fjármagn til löggæslu á svæðinu svo hún standi undir nafni  og auki þannig öryggi íbúanna og þeirra sem sinna löggæslustörfum á hverjum tíma. Með lögum skal land byggja.

Deila á