Félagsmenn í leikhús á Breiðumýri

Um þessar mundir er Leikdeild Eflingar að sýna söngleikinn „Saga úr vesturbænum“ á Breiðumýri í leikstjórn Arnórs Benónýssonar. Tónlistarstjóri er Jaan Alavere. Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn niðurgreiða leikhúsmiðana fyrir félagsmenn. Því greiða þeir aðeins kr. 1500 fyrir miðann enda framvísi þeir afsláttarmiða sem fæst án endurgjalds á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á