Stjórn Framsýnar fundaði á Raufarhöfn í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða voru atvinnumál á Raufarhöfn sem Svava Árnadóttir gerði grein fyrir. Farið var yfir rekstraráætlun Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir árið 2011, afmælishátíð félagsins sem haldin verður 1. maí, ástandið innan SGS og kjaramál. Þá voru einnig tekin fyrir tvö erindi frá verkafólki utan félagssvæðis Framsýnar sem óskar eftir inngöngu í félagið. Ákveðið var að boða til næsta stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundar mánudaginn 28. mars kl. 19:30.
Stjórn Framsýnar kom sér vel fyrir á Hótel Norðurljósum í gær.