Framsýn hefur lengi staðið vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Þingeyjarsýslum. Fyrir helgina var endurnýjaður samningur við Völsung á Húsavík um áframhaldandi stuðning við starfsemi félagsins en félagið hefur í mörg ár stutt við bakið á félaginu með ýmsum hætti. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Völsungs og Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar gengu frá samkomulaginu.
Sveinn og Aðalsteinn hressir eftir að hafa skrifað undir áframhaldandi samstarf. Framsýnar og Völsungs.