Svínið Bogga stækkar og stækkar.

Það vakti töluverða athygli þegar samstarfsmenn formanns Framsýnar færðu honum svín í afmælisgjöf fyrir síðustu áramót. Vinsælustu vefmiðlar landsins mbl.is og 640.is fjölluðu meðal annars um þessa sérstöku gjöf og heimferðina um nóttina þegar formaðurinn sást læðast heim með gjöfina sér við hlið. Töluvert margir hafa leitað eftir fréttum af svíninu sem fékk nafnið Bogga í höfuðið á varaformanni Framsýnar sem grunuð er um að hafa staðið á bak við gjöfina. Heimasíða stéttarfélaganna ákvað því í dag að fara og heimsækja Boggu svín. Bogga sem var rétt um 8 kg í desember þegar formaðurinn eignaðist hana er nú orðin rétt um 70 kg. Hún er greinilega ekki á megrunarkúr því hún stækkar og stækkar og stefnir að því að verða 100 kg. í maí næstkomandi. Bogga elskar að láta gæla við sig og því má með sanni segja að Bogga sé orðið eitt mesta gæludýr landsins.

Formaður fær Boggu í hendur í desember. Virkilega óvænt gjöf!!

Bogga fagnaði því í dag að vera orðin 70 kg. Eins og sjá má var hún ánægð með árangurinn.

Bogga fékk verðlaun í dag en þá var henni boðið upp á rjómabolu frá Heimabakarí á Húsavík.

Svo var komið að því að leggja sig eftir góða máltíð.

Deila á