Landsmennt og Starfsafl boða til ráðstefnu

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Landsmenntar og Starfsafls bjóða sjóðirnir upp á ráðstefnu og afmælishóf á Hótel Sögu 17. mars nk. kl. 14:00-17:00. Hvar vorum við? Hvert stefnum við? Ljóst er að sjóðirnir hafa komið af góðum notum fyrir félagsmenn stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands og fyrirtæki sem aðild eiga að sjóðnum í gegnum Samtök atvinnulífsins. Sjá dagskrá: Ráðstefna Landsmenntar og Starfsafls

Deila á