Sungið hástöfum

Fjölmargir grímuklæddir söngfuglar hafa lagt leið sína á skrifstofu stéttarfélaganna í dag til að syngja fyrir starfsfólkið.   Að sjálfsögðu voru allir söngvararnir leystir út með sælgætispoka fyrir ómakið áður en þeir flögruðu á næsta áfangastað, væntanlega í sömu erindagjörðum.  Lagið um Bjarnastaðabeljurnar hefur verið nokkuð vinsælt þetta árið en Gamli Nói hefur einnig fengið að hljóma í nokkrum mismunandi útgáfum.  Sumir hafa einnig verið með hljóðfæri meðferðis til að styðja við sönginn.  Mikil fjölbreytni hefur verið í búningavali og margir lagt mikið á sig í búningagerðinni.  Prinsessur, mafíósar, ninjur og mótorhjólatöffarar eru meðal þeirra sem heiðrað hafa skrifstofuna með nærveru sinni og söng.  Einnig komu tveir Baktusar en Karíus hefur hins vegar ekki látið sjá sig þetta árið, aldrei þessu vant.

Starfsfólk stéttarfélaganna vill þakka öllum þeim sem komu og sungu í tilefni öskudagsins fyrir komuna og sönginn.

Deila á