Formaður Framsýnar heimsækir Þórshöfn á morgun

Ef veður leyfir mun  formaður Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson, verða á Þórshöfn á morgun, fimmtudag. Þar mun hann kenna á trúnaðarmannanámskeiði frá kl. 09:00 og fram yfir hádegi. Síðan verður hann á starfsmannafundi á Hjúkrunarheimilinu Nausti kl. 14:00.  Að þeim fundi loknum um kl. 16:00 mun hann síðan koma við hjá bræðslumönnum á Þórshöfn þar sem kjaramál verða til umræðu. Aðrir þeir sem ekki hafa þegar óskað eftir fundi með Aðalsteini en hafa áhuga fyrir því er vinsamlegast beint á að hafa samband við hann í síma á morgun.

Deila á