Fatlað fólk á tímamótum

Öryrkjabandalag Íslands stendur þessa dagana fyrir fundarherferð um landið undir yfirskriftinni Fatlað fólk á tímamótum, eru mannréttindi virt? Liður í þessari fundarherferð var að halda fund á Húsavík fyrir helgina. Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Fundurinn á Húsavík snérist að hluta til um yfirfærsluna auk þess sem nokkur fróðleg erindi um málefni fatlaðra voru flutt á fundinum. Forsvarsmenn fundarins voru ánægðir með mætinguna og umræðurnar á fundinum.

Freyja Haraldsdóttir var ein af þeim sem voru með erindi á fundinum. Hér situr hún fyrir svörum á fundinum ásamt öðrum sem voru í pallborði.

Deila á