Góður gangur í viðræðum við SA

Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna breytinga á sérkjarasamningi félagsins vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn. Unnið er að því að setja upp nýjan samning  og funduðu samningsaðilar í vikunni vegna þessa. Áfram verður unnið að því að klára uppsetninguna á samningum fyrir utan launaliðinn.

Deila á