Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu.
Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl. 12:00. Yfirskrift fundarins er: Er þetta allt að koma? Frummælendur verða Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Samfélags- og mannréttindadeildar og Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjármálaráðuneytinu. Fundarstjóri verður svo okkar maður, Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar- stéttarfélags. Skorað er á fólk að fjölmenna á fundinn.
Er þetta allt að koma? Launajafnrétti, aðgerðir og niðurskurður verða til umræðu á fundi um jafréttismál sem haldinn verður eftir helgina á Hótel KEA.