Viðræðum fram haldið á eftir

Nú kl. 10:00 munu viðræður fulltrúa Framsýnar og smábátaeigenda á félagssvæði Framsýnar halda áfram. Markmiðið er að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn. Slíkur samningur hefur ekki verið til fram að þessu. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðustu vikurnar og hafa gengið vel. Hugsanlega munu þær fara langt í dag.

Deila á