Frambjóðandi til formanns VR í heimsókn

Í mars verður gengið frá kjöri á formanni VR. Alls gefa sjö frambjóðendur kost á sér. Einn af þeim er Páll Örn Líndal. Þess má geta að hann hefur komið sér upp heimasíðu www.pall-lindal.is. Þar má nálgast frekari upplýsingar um framboðið. Páll kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélganna í morgun. Þar ræddi hann um verkalýðsmál við Aðalstein formann Framsýnar, Snæbjörn Siguðarson formann Deildar Verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Ágúst Óskarsson fyrrverandi formann Verslunarmannafélags Húsavíkur.  Ágúst var einnig áður í stjórn LÍV, en þar er Snæbjörn í dag. Páll sagðist finna fyrir góðum stuðningi við framboð sitt.


Snæbjörn, Páll Örn og Ágúst fara yfir málin í hádeginu.

Deila á