Fulltrúar Framsýnar- stéttarfélag munu ganga á fund með fulltrúum ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag í Stjórnarráðinu. Þar mun Framsýn kynna hugmyndir félagsins varðandi atvinnuuppbyggingu og sóknarfæri í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum. Nánar verður fjallað um fundinn á heimasíðu félagsins á morgun. Innan Framsýnar er 2.200 félagsmenn og nær félagssvæðið frá Vaðlaheiði allt austur á Raufarhöfn.
Fulltrúar Framasýnar hafa þegar setið á fundum í dag með Samtökum atvinnulífsins um sérmál félagsmanna Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar en félögin afturkölluðu samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu á dögunum. Einnig hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness tekið þátt í viðræðunum. Þá eru fulltrúar félaganna þriggja í þessum töluðum orðum á fundi með Landssambandi smábátaeigenda varðandi kjarasamning um ákvæðisvinnu við línu og net. Fjallað verður um framgang þeirra funda á heimasíðunni á morgun.