Stafsmenn Silfurstjörnunnar ræða kjaramál

Framsýn boðaði til starfsmannafundar í gær með starfsmönnum Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Til umræðu var ástandið í verkalýðshreyfingunni, yfirstandandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins og sérmál starfsmanna en í gildi er sérkjarasamningur milli Framsýnar og Silfurstjörnunnar. Þá var einnig gert grein fyrir tillögum Framsýnar varðandi atvinnumál í héraðinu sem lagðar voru fyrir Samtök atvinnulífsins í síðustu viku.

Að venju urðu góðar umræður um málefni fundarins. Eftir fundinn áttu fulltrúar Framsýnar síðan óformlegan fund með yfirmanni Silfurstjörnunnar þar sem farið var yfir áherslur starfsmanna varðandi breytingar á gildandi sérkjarasamningi. Ákveðið var að halda áfram með málið í næstu viku.

Öflug starfsemi er í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Á síðasta ári voru framleidd um 800 tonn af fiski til vinnslu. Á þessu ári er reiknað með aukningu í allt að 1000 tonn.

Ég ræð!!! Brúnó er hér í forstjórastólnum í Silfurstjörnunni.

Deila á