Samningaviðræður bræðslumanna á Þórshöfn við Samtök atvinnulífsins héldu áfram í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Viðræðurnar hófust klukkan 14:00 en ákveðið var í síðustu viku að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Að sögn fulltrúar bræðslumanna í samninganefndinni er lögð megináhersla á að klára öll sérmál og taka svo snúning á launaliðnum í framhaldinu. Samninganefndin hefur verið beðin um að vera áfram í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttar af viðræðunum verða settar inn á heimsíðuna um leið og þær berast.