Samningaviðræðum bræðslumanna á Þórshöfn var rétt í þessu frestað til morguns. Á fundi samninganefndar bræðslumanna og Samtaka atvinnulífsins var lagt fram tilboð frá atvinnurekendum um launahækkanir sem samninganefnd bræðslumanna hafnaði. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði haldið áfram upp úr klukkan 8 í fyrramálið en þá verður rætt um sérmálin.