Deilu bræðslumanna vísað til ríkissáttasemjara

Samninganefnd starfsmanna fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn boðaði til fundar með starfsmönnum á vaktaskiptum í gærkvöldi en bræðsla er í fullum gangi þessa dagana.

Á fundinum var farið yfir gang mála varðandi viðræður við Samtök atvinnulífsins. Fram kom að atvinnurekendur eru ekki tilbúnir að koma til móts við launakröfur starfsmanna heldur bjóða um 7% launahækkun á þremur árum. Þá eru þeir heldur ekki tilbúnir að ganga að sérkröfum starfsmanna.Formaður samninganefndar starfsmanna, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist undrandi á tilboði SA sem væri neðan við allt velsæmi.

Eftir líflegar umræður á fundinum í gær var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og óska eftir að hann boði deiluaðila til fundar á mánudaginn.

Deila á