Boðað til fundar með bræðslumönnum í kvöld

Samninganefnd starfsmanna fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn átti fund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í gær. Samtök atvinnulífsins lögðu fram hugmyndir varðandi launahækkanir sem eru langt undir væntingum starfsmanna. Á fundinum var einnig farið yfir sérmál starfsmanna og voru fulltrúar SA tilbúnir að skoða þau frekar. Samninganefnd starfsmanna hefur ákveðið að kalla starfsmenn til fundar í kvöld til að fara yfir stöðuna. Miklar líkur eru taldar á því að deilunni verði í framhaldinu vísað til Ríkissáttasemjara þar sem megn óánægja er með viðbrögð Samtaka atvinnulífsins við kröfum starfsmanna.

Deila á