Samninganefnd starfsmanna Loðnubræðslunnar á Þórshöfn mun funda með Samtökum atvinnulífsins á morgun kl.11:00 í húsnæði samtakana í Reykjavík. Eftir fundinn á morgun verða næstu skref ákveðin, það er hvort deilunni verður vísað til Ríkissáttasemjara eða viðræðum fram haldið. Þá munu fulltrúar Framsýnar einnig ganga á fund SA á morgun kl. 13:30. Um er að ræða fyrsta samningafundinn eftir að Framsýn tók samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands.