
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Bílalest á leið norður
Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag, sem er óhagnaðardrifið íbúðafélag, unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Nú liggur fyrir að bílalestinn mun væntanlega leggja af stað frá Selfossi á morgun með einingarnar til Húsavíkur. Hún ætti því að …

Lágmarksfélagsgjald og kjörgengi í Framsýn
Félagsgjöld í Framsýn eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverjum tíma. Þau hafa verið óbreytt til fjölda ára eða 1% af launum starfsmanna. Til að teljast fullgildur félagsmaður þurfa menn að vera á vinnumarkaði og hafa náð að greiða lágmarksfélagsgjald kr. 16.379,- á árinu 2024. Félagsmenn sem eru á vinnumarkaði og ná ekki að greiða …

Fundað með ráðherra um flugsamgöngur
Fulltrúar frá stéttarfélögunum og sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum funduðu í dag með Eyjólfi Ármannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og aðstoðarmönnum hans um flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Fulltrúar frá fyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, SSNE og Húsavíkurstofu sátu einnig fundinn. Tilgangurinn fundarins var að vekja athygli ráðherra á mikilvægi flugsamgangna milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ráðherra tók ábendingum heimamanna vel en þeir …

Setið og samið við nýja stofnun
Ný stofnun, Náttúruverndarstofnun, hefur tekið við verkefnum sem snúa að náttúruvernd, lífríkis- og veiðistjórnun hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar …

Konur í nýju landi
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands stóðu fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars. Samkoman fór fram í Golfskálanum á Húsavík og var fjölsótt. Sjónum var beint að framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags og stöðu þeirra hér á landi. Yfirskrift málstofunnar var „Konur …

Skipulagsslys í Garðabæ
Formaður Framsýnar skrifaði nýlega grein á visi.is um skipulagsmál í Garðabæ. Aðalsteinn Árni er ekki einungis formaður Framsýnar heldur er hann einnig formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 þar sem félagið á sjúkra- og orlofsíbúðir. Veruleg óánægja er meðal íbúa í fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í bakgarðinum við fjölbýlishúsin. Í greininni gerir Aðalsteinn grein …