
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Konur í nýju landi
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands stóðu fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars. Samkoman fór fram í Golfskálanum á Húsavík og var fjölsótt. Sjónum var beint að framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags og stöðu þeirra hér á landi. Yfirskrift málstofunnar var „Konur …

Skipulagsslys í Garðabæ
Formaður Framsýnar skrifaði nýlega grein á visi.is um skipulagsmál í Garðabæ. Aðalsteinn Árni er ekki einungis formaður Framsýnar heldur er hann einnig formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 þar sem félagið á sjúkra- og orlofsíbúðir. Veruleg óánægja er meðal íbúa í fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í bakgarðinum við fjölbýlishúsin. Í greininni gerir Aðalsteinn grein …

Fullt af störfum í boði hjá Þingeyjarsveit
Þingeyjarsveit sem er vaxandi sveitarfélag leitar að starfsmönnum til starfa. Um er að ræða mörg spennandi störf. Hér má fræðast betur um störfin sem eru í boði í þessu frábæra sveitarfélagi. Sumarstörf í íþróttamiðstöðvum ÞingeyjarsveitarÍþróttamiðstöðvar Þingeyjarsveitar óska eftir sumarstarfsfólki til starfa frá byrjun júní 2025. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, vera með …

Heidelberg með kynningu fyrir Framsýn
Í byrjun síðasta mánaðar fengu forsvarsmenn Framsýnar kynningu á starfsemi Heidelberg á Íslandi en fyrirtækið er með til skoðunar að skoða kosti þess og galla að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Fyrirtækið hefur verið í nánu sambandi við byggðarráð Norðurþings vegna málsins. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar …

Takk fyrir ánægjulegar heimsóknir
Öskudagurinn hefur farið vel fram í góðu veðri á Húsavík. Eftir að frí var gefið í Borgarhólsskóla um hádegi hafa nemendur og yngri börn verið á ferðinni í bænum. Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til þeirra í dag fyrir komuna. Besti dagur ársins og bestu gestirnir.

Fulltrúar frá Carbfix litu við hjá stéttarfélögunum
Nýlega samþykkti Sveitarstjórn Norðurþings samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Carbfix er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggð upp á …